Tannplantar
Það er ekki fallegt ef það vantar tönn í brosið. Tannplanti er þá besta lausninn til að fylla upp í bilið. Tannplantar eru titanium skrúfur sem festar eru í kjálkabein og virka eins og tannrót. Það kemur ekki á óvart að þessi lausn sé jafn vinsæl og raun ber vitni þar sem hún bæði endist vel og lítur vel út.
Krónur
Krónur eru nauðsynlegar ef tennur eru mikið skemmdar eða brotnar. Tannlæknir ráðleggur notkun á krónu ef hann metur að tönn hafi molnað of mikið til að hægt sé að laga hana með öðru móti. Krónur eru búnar til af tannsmiðum eftir mótum sem tannlæknir útbýr. Krónan skal passa jafn vel og upprunaleg tönn, þar sem henni er komið fyrir.
All-On-4
Að missa tönn eða tennur hefur áhrif á fólk bæði félagslega, andlega og útlitslega. Tannleysi getur einnig haft áhrif á heilsufar.
Hin nýlega All-on-4 tækni er hraðvirkandi lausn, jafnvel fyrir þá sem eru alveg tannlausir. Með þessari tækni er hægt að setja inn allt að fjóra tannplanta í hvorn góm til að halda heilu tanngervi bæði í efri og neðri gómi. Strax eftir að tannplöntum hefur verið komið fyrir eru settar inn bráðabirgðatennur svo þú ferð heim með tennur sem bæði eru fallegar og vel virkandi
Tanngerfi
Mikilvægi tanngerfa og uppbyggingar á gerfitönnum, hefur aukist mjög undanfarin ár. Margir þjást vegna tannsjúkdóma af völdum skemmda, bólgusjukdóma eða meðfæddra galla á tönnum. Afleiðingarnar geta verið tannmissir eða eyðilegging sem hefur áhrif bæði á útlit og líffræðilega virkni eins og t.d. að tyggja mat. Í dag er gerð krafa um falleg og endingargóð tanngerfi ti að leysa þessi vandamál.