Hjá okkur færð þú framúrskarandi tannlækningar á verðum sem sjást ekki á Íslandi.
Fylltu út formið og fáðu ókeypis símaráðgjöf frá sérfræðing

Framúrskarandi tannlæknastofa í hjarta búdapest

Orion bíður upp á hópferðir með íslenskum farastjórum  

Tannlæknar okkar hafa þjónustað íslendinga í 6 ár.

Næstu ferðir:

10 – 14 júní
8 – 12 júlí
5 – 9 ágúst
2 – 6 september

Ef þú er lífeyrisþegi eða ert á örorku þá taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði við tannlækningar hjá okkur – allt að 75%.
Viðskiptavinir okkar hafa sama rétt á endurgreiðslu og viðskiptavinir hjá tannlækni á Íslandi.

Meðferðir

Tannplantar

Það er ekki fallegt ef það vantar tönn í brosið. Tannplanti er þá besta lausninn til að fylla upp í bilið. Tannplantar eru titanium skrúfur sem festar eru í kjálkabein og virka eins og tannrót. Það kemur ekki á óvart að þessi lausn sé jafn vinsæl og raun ber vitni þar sem hún bæði endist vel og lítur vel út.

Krónur

Krónur eru nauðsynlegar ef tennur eru mikið skemmdar eða brotnar. Tannlæknir ráðleggur notkun á krónu ef hann metur að tönn hafi molnað of mikið til að hægt sé að laga hana með öðru móti. Krónur eru búnar til af tannsmiðum eftir mótum sem tannlæknir útbýr. Krónan skal passa jafn vel og upprunaleg tönn, þar sem henni er komið fyrir.

All-On-4

Að missa tönn eða tennur hefur áhrif á fólk bæði félagslega, andlega og útlitslega. Tannleysi getur einnig haft áhrif á heilsufar.
Hin nýlega All-on-4 tækni er hraðvirkandi lausn, jafnvel fyrir þá sem eru alveg tannlausir. Með þessari tækni er hægt að setja inn allt að fjóra tannplanta í hvorn góm til að halda heilu tanngervi bæði í efri og neðri gómi. Strax eftir að tannplöntum hefur verið komið fyrir eru settar inn bráðabirgðatennur svo þú ferð heim með tennur sem bæði eru fallegar og vel virkandi

Tanngerfi

Mikilvægi tanngerfa og uppbyggingar á gerfitönnum, hefur aukist mjög undanfarin ár. Margir þjást vegna tannsjúkdóma af völdum skemmda, bólgusjukdóma eða meðfæddra galla á tönnum. Afleiðingarnar geta verið tannmissir eða eyðilegging sem hefur áhrif bæði á útlit og líffræðilega virkni eins og t.d. að tyggja mat. Í dag er gerð krafa um falleg og endingargóð tanngerfi ti að leysa þessi vandamál.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

1. Hafðu samband

Hafðu samband í gegnum heimasíðuna eða facebook síðuna "Tannlækna þjónusta í Budapest" Þar munum við leiðbeina þér hvað er best að gera.

2. Dvöl skipulögð

Ákveðir þú að fara til tannlæknis í Ungverjalandi eru tveir kostir í boði: Þú getur annað hvort farið á eigin vegum eða með farastjórn. Eftir staðfestingu kaupum við flugmiða fyrir þig og bókum gistingu.

3. Ferðalagið

Hvort sem þú ferðast á eigin vegum eða ekki bíður þín bílstjóri á flugvellinum í Búdapest sem keyrir þig upp á tannlæknastofuna okkar. Hótelið er á efri hæð stofunar.

4. Dvölin

Tannlæknir tekur þig í skoðun og myndatöku og eftir það færð þú meðferðarplan. Eftir að þú hefur samþykkt það hefjast tannlæknarnir handa.
Ath: Meðferð getur tekið 7-14 daga.

5. Heimferðin

Að meðferð lokinni sækir bílstjóri þig upp á tannlæknastofu og keyrir þig upp á flugvöll. Þú heldur þá heim á leið með nýtt og fallegt bros.

Tannlæknastofan

Tannlæknastofan okkar er örugg og hátæknileg. Teymið okkar inniheldur hámenntaða, reynda og faglega liðsmenn sem veita bestu þjónustuna. Skurðstofan og tannsmíðin eru búin nýjustu tækni. Það er beint samband milli tannlækna og tækna sem tryggir að gæði tannlæknaþjónustunnar er á hæðsta stigi.

Tannlæknastofan er staðsett í hjarta Búdapest þar sem stutt er í alla skemmtun og þjónustu.

Fyrir & eftir

Tannlæknarnir

Hjá okkur starfa 6 reyndir tannlæknar, 4 tannhreinsunarfræðingar og öflugt teymi aðstoðarfólks sem tryggir þér hágæða þjónustu. Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga en þar má sérstaklega nefna implant  og krónur

Borgin

Það þarf ekki að vera leiðinlegt að fara til tannlæknis! Nýttu tíman á milli tannlæknatíma og skoðaðu Búdapest!

Búdapest er af mörgum talin ein af fallegustu borgum Evrópu. Það sem einkennir borgina er meðal annars glæsilegur “Rómverskur” byggingarstíll, frábær matarmenning, gamlir kastalar, fallegar kirkjur og baðhúsin sem hafa einkennt borgina í þúsundir ára.