Gagnlegar upplýsingar eftir aðgerð

Tanntaka getur valdið óþægindum fyrstu dagana eftir aðgerðina. Til að flýta fyrir bata mælum við með eftirfarandi.

  • Ef þú fékkst sýklalyf tekur þú eina töflu á kvöldin og eina töflu á morgnana. 

  • Notaðu kælipoka yfir kinnina fyrstu 24 klukkutímana til að draga úr bólgu. Ef kælipokinn er ekki nægilega kaldur er best að leggja hann í flatan lófa og kíla í miðjuna á honum svo að loft bólan inni í honum springi.  

  • Forðastu að mynda sog í munninum með því að skyrpa.

  • Verkjalyfin í litla kassanum mátt þú taka á 3-4 klukkustunda fresti.
    1-2 töflur í einu eftir þörfum

  • Borðaðu mjúkan og kaldan mat, forðastu heita drykki, gosdrykki og fastan mat fyrstu 2-3 dagana.


Ef þú finnur fyrir verulegum verkjum, bólgum eða sýkingareinkennum skaltu hafa samband við Aron eða Valla.

Að fá Tannplanta/Implanta er stór aðgerð og getur tekið tíma fyrir beinið að vaxa utan um ígræðsluna. Mikilvægt er að:

  • Forðast að tyggja með tannplöntunni þar til tannlæknir leyfir annað.
  • Halda góma- og tannhygíenu í góðu standi með mjúkri tannbursta og munnskoli.
  • Drekka mikið af vatni og borða mjúkan mat til að létta á svæðinu.
  • Ef þú upplifir verki, bólgu eða sýkingareinkenni skal hafa samband við tannlækninn.